Tilfinning og tækni
Oft er sagt að auðvelt sé að ríða íslenska hestinum. Gott geðslag og þýður gangur gera það að verkum að auðvelt er að „fá far“ með íslenska hestinum.
æfingIN skapar meistarann
Flestum líður vel í hnakknum þegar þeir nánast líða áfram á mjúku töltinu. Það er ekki margt sem getur farið úrskeiðis þegar riðið er á áreiðanlegum hesti. Samt sem áður þarf góða tilfinningu og tækni til að ríða lengri vegalengdir og sérstaklega við að temja. Þá er mikilvægt að vera duglegur að ríða út öllum gagnast handleiðsla góðs reiðkennara.
gæði gangtegundanna
Þegar íslenskir hestar eru tamdir nota flestir tamningamenn töluvert af hlýðniæfingum (e. dressage) til að bæta jafnvægi og gæði gangsins og til að byggja upp hestinn. Í keppni á íslenskum hestum er aðaláhersla lögð á gæði gangtegundanna ásamt, samspil manns og hests og mismunandi kappreiðum. Sumir íslenskir hestar eru góðir í sýningarstökki en ekki er algengt að keppt sé í því á íslenskum hestum.
Í stuttu máli felst reiðtæknin í beinni og stöðugri ásetu, léttum og stöðugum bendingum og léttu taumhaldi. Röddinni er beitt ásamt sætisnotkun, fótum og taumhaldi. Íslenski hesturinn á að hugsa fram nema hann sé beðinn um annað. Það er gert til að halda jöfnum hraða og takti. Flestir hestamenn vilja að hesturinn sé viljugur frekar en að hann þurfi stöðuga hvatningu.
tamning
Eiginleg tamning íslenska hestsins hefst aldrei fyrir þriggja og hálfs árs aldur. Fyrir þann aldur eru kynni hesta af manninum takmörkuð. Það er þó orðið algengara sé nú en áður að einhvers konar umgengnisþjálfun fari fram á tryppum til þess að auðvelda frumtamningu. Hefð er fyrir því á Íslandi að ung hross fari fyrst í reiðtúr bundin við eldri hest sem er í taumi áður en farið er á bak á þeim. Þessi aðferð hefur reynst vel og er mikilvægur hluti af frumtamningu.
-
Á Íslandi
Í gegnum íslenska hestinn upplifum við útiveru á einstakan hátt. Lesa meira -
Reiðmennska á Íslandi
Með íslenska hestinum njótum við frelsis, friðar, og fetum nýjar slóðir. Lesa meira -
Reiðtygi og útbúnaður
Reiðtygi og útbúnaður er yfirleitt sérstaklega hannað fyrir íslenska hestinn. Lesa meira