á heimsvísu
Samfélagið í kringum íslenska hestinnn er fjölskylda unnenda þessa hrossakyns um allan heim. Alþjóðasamtökin FEIF eru regnhlífa samtök eigenda íslenskra hesta frá 20 löndum í Evrópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu.
alþjóðlegar reglur
FEIF stendur fyrir fundum þar sem rætt er um mikilvæg málefni og ákvarðanir teknar. Dæmi um umfjöllunarefni FEIF eru reglur og reglugerðir fyrir keppni, línur eru lagðar fyrir keppni og dómara. Til umræðu eru einnig hugmyndir um ræktunarmarkmið, menntun, ungmennastarf og margt fleira. Sameiginlegar reglur gilda um ræktun og keppni meðal aðildarlanda FEIF, sem er sjaldgæft hjá öðrum hestakynjum.
Upprunaættbók
Worldfengur er gagnagrunnur sem á engan sinn líka en þar má finna nákvæmar upplýsingar um alla skráða íslenska hesta í heiminum. Í Worldfeng er hægt að nálgast upplýsingar um allt frá ættbók, eigendasögu, keppnisúrslita og mynda til kynbótadóma. Hægt er að leiða saman hesta og sjá hvernig mögulegt afkvæmi gæti litið út og yfir hvaða eiginleikum það gæti búið yfir. Aðeins hreinræktaðir íslenskir hestar eru skráðir í Worldfeng og þar er nú hægt að nálgast upplýsingar um fleiri en 400 þúsund hross.
-
Alþjóðlegt samfélag
Samfélag íslenska hestsins tekur þér opnum örmum og leggur mikið upp úr vináttu, félagsskap og lífsgleði. Lesa meira -
Menntun
Fagmennska, menntun og vel mótaðir staðlar einkenna starfið í kringum íslenska hestinn. Lesa meira -
Viðburðir
Fjölmörg mót og sýningar eru haldin í mörgum löndum allan ársins hring. Lesa meira -
Sögur
Hér má lesa alls konar skemmtisögur og fróðlegar greinar úr alþjóðasamfélagi íslenska hestsins. Lumar þú á góðri sögu? Lesa meira