menntun er máttur
Það eru margir möguleikar fyrir þá sem vilja stunda starfsnám í heimi íslenska hestsins. Mörg lönd hafa sín eigin menntakerfi sem landssamtök íslenska hestsins styðja. Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra, oft í samvinnu við landssambönd annarra landa.
háskólanám
Háskólinn á Hólum býður upp á BS nám í hestafræðum þar sem hagnýtri reynslu er tvinnað saman við námið. Á hverju ári kemur fjöldi erlendra nema til að stunda nám við Hólaskóla og fara svo að námi loknu aftur á heimaslóðir til að kenna og temja. Að jafnaði eru erlendir nemendur 30% þeirra sem stunda nám í hestafræðum. Skólinn er ásamt Félagi tamningamanna drifkraftur í menntun tengdri íslenska hestinum.
eitthvað fyrir alla
Á síðustu árum hafa nokkrir framhaldsskólar boðið upp á nám tengt hestum sem hluta af námsskrá sinni og þannig fært þessa merkilegu íþrótt og gefandi lífsstíl nær nemendum.
Opinberir aðilar, skólar og einkaaðilar bjóða einnig upp á fjölda námskeiða og fyrirlestra árið um kring. Íslenskir hestamenn eru að jafnaði áhugasamir um að bæta tækni og auka þekkingu sína og eru námskeið tengd íslenska hestinum því mikið sótt.
Hlekkir:
www.holar.is
www.lhhestar.is
www.feif.org
www.tamningamenn.is
www.lbhi.is
-
Alþjóðlegt samfélag
Samfélag íslenska hestsins tekur þér opnum örmum og leggur mikið upp úr vináttu, félagsskap og lífsgleði. Lesa meira -
Menntun
Fagmennska, menntun og vel mótaðir staðlar einkenna starfið í kringum íslenska hestinn. Lesa meira -
Viðburðir
Fjölmörg mót og sýningar eru haldin í mörgum löndum allan ársins hring. Lesa meira -
Sögur
Hér má lesa alls konar skemmtisögur og fróðlegar greinar úr alþjóðasamfélagi íslenska hestsins. Lumar þú á góðri sögu? Lesa meira