Eldhestar er hestaferðafyrirtæki í Ölfusinu sem hefur starfað í áratugi og hefur því dýrmæta reynslu af því að fara með bæði vant og óvant fólk á hestbak í styttri og lengri ferðir um landið.

Fyrirtækið hlaut á dögunum þá eftirsóknarverðu viðurkenningu að vera í hópi 10% fyrirtækja á heimsvísu sem hljóta hæstu einkunn hjá ferðafyrirtækinu TripAdvisor. Til þess að hljóta svo háa einkunn þarf ákveðinn fjölda gesta til að gefa umsögn sína og einkunn um þjónustuna hjá viðkomandi ferðaþjónustuaðila og hjá Eldhestum byggir heildareinkunnin því á öllum þáttum reksturs þeirra, hestaferðunum sjálfum, hótelinu og veitingastaðnum.

„Það skiptir okkur miklu máli að ásýnd Íslands, afþreying hér á landi og raunveruleikinn spili vel saman. Við erum að auglýsa hestatengda ferðaþjónustu mikið erlendis og það er frábært að íslenskt fyrirtæki fái svona viðurkenningu, og þá sérlega ánægjulegt fyrir okkur að það sé hestatengt“, segir Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland. „Við viljum óska Eldhestum innilega til hamingju með þennan flotta árangur!“

Hestatengd ferðaþjónusta hefur lengi fengið frábærar einkunnir í ánægjukönnunum og er mjög mikilvægur hlekkur í ferðaþjónustu hér á landi. Meira hér.

 

Texti: Hilda Karen Garðarsdóttir      Myndir: Louisa Hackl

Myndasafn

0 0 0 0

Deila: