Horses of Iceland hafa gefið út glæsilegt myndband sem sýnir ferðalag hesta sem eru fluttir frá Íslandi til annarra landa.

Myndbandið verður frumsýnt föstudaginn 28. janúar á vefnum Horse & Country TV sem nær til um 48 milljón heimila um allan heim. Að auki verður myndbandið sýnt á Amazon.com sem er einnig gríðarlega stór markaðsgluggi fyrir hestinn okkar.

Wildhorse Films voru hér á landi síðasta haust til að taka upp efni í þessa heimildarmynd sem ber á ensku heitið ‘The Export Journey of the Icelandic Horse.’

Í myndinni er tekið hús á lykilaðilum sem koma að ræktun, þjálfun, kennslu, sölu, ferðalögum á hestum og útflutningi á hrossum frá Íslandi og ferlið rætt frá A-Ö. Talað eru helstu markaði íslenska hestsins í Evrópu og Skandinavíu og hvernig vinsældir íslenska hestsins virðast vera að aukast jafnt og þétt, enda voru 3.341 hross flutt út á árinu 2021, samkvæmt tölum frá WorldFeng og er það nýtt met í fjölda frá upphafi skráninga en gamla metið var frá árinu 1996 og var 2.841 hross.

Til að mynda er talað við reynslumikla eigendur hestaferðafyrirtækja, farið í stóðréttir í Víðidalstungurétt, rætt við hrossaútflytjendur og fagmenn hjá fraktflugfélagi um flutninga á hrossum.

Að lokum er bent á að nánari upplýsingar um útflutning á hestum frá Íslandi og almennar upplýsingar um íslenska hestinn er að finna á vef Horses of Iceland.

Skoðið stiklu úr myndbandinu hér og munið að myndbandið verður frumsýnt föstudaginn 28. Janúar!

 

http://www.exporthestar.is/

https://www.icelandaircargo.is/

https://laekjamot.is/

http://www.strandholar.nl/

https://islandshestar.is/

 

Texti: Hilda Karen Garðarsdóttir  

Deila: