Í ár héldu knapar Meistaradeildarinnar okkur á tánum alveg til loka keppninnar.

 

Fyrir þá sem ekki vita hvernig reglur Meistaradeildar Líflands virka  mælum við með að lesa þær hér.

Eftir töltkeppnina síðastliðinn föstudag leiddi Árni Björn Pálsson einstaklingskeppnina með einu stigi meira en Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir eftir að hafa sigrað Töltkeppninni á Kastaníu frá Kvistum.

Það þýddi að úrslitin myndu ráðast á flugskeiðinu (100 m kappreiðar) og að það þeirra sem yrði fljótara á skeiðinu  yrði sigurvegari einstaklingskepninnar.

En spennan átti bara eftir að magnast. Konráð Valur og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu urðu í fyrsta sæti og Mette Mannseth og Vivaldi frá Torfunesi í annað sæti en Aðalheiður Anna og Árni Björn fóru bæði betri sprettinn sinn á 5,66 sekúndum. Þá eru reglurnar þannig að litið er á hinn sprettinnn  en þar hafði Aðalheiður Anna náð betri tíma. Hún varð því í 3. sæti en Árni Björn í 4. sæti. Þar með fékk Aðalheiður einu stigi meira en Árni sem gerði að þau voru jöfn í einstaklingskepnninni með 39 stig hvort.

Til að skera úr um hvort þeirra væri sigurvegari þurftu skipuleggjendur Meistaradeildarinnar að skoða hversu margar medalíur hvort þeirra hafði unnið yfir allt keppnistímabilið. Þar hafði Aðalheiður Anna náð sér í tvær gullmedalíur og eina brons en Árni Björn tvær gull medalíur. Aðalheiður Anna stóð því uppi sem sigurvegari einstaklingskeppnarinnar í ár.

Þá var komið að liðakeppnini en þar hafði lið Hjarðartúns leitt fyrir flugskeiðið. Það átti eftir að breytast því lið Top Reiter jafnaði bilið eftir flugskeiðið og voru bæði liðin með 366 stig eftir þá grein. Aftur þurftu skipuleggjendur að skoða  hversu oft hvort lið hefði átt keppanda á palli og þá kom í ljós að lið Top Reiter hefði unnið liðakeppnina.

Horses of Iceland óskar öllum knöpum, liðseigendum, Líflandi og skipuleggjendum til hamingju með frábært keppnistímabil í vetur. Við skemmtum okkur konunglega, vonum að þið hafið gert það líka og hlökkum til keppninnar á næsta ári!

Sigurvegarar vetrarins í einstökum greinum:

 

 

 

 

 

Grein

 

 

 

 

 

Knapi

 

 

 

 

 

Hestur

 

 

 

 

 

Lið

 

 

 

Fjórgangur - V1 

 

 

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 

 

 

Flóvent frá Breiðstöðum 

 

 

Ganghestar / Margrétarhof 

 

 

 

Slaktaumatölt - T2 

 

 

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 

 

 

Flóvent frá Breiðsstöðum 

 

 

Ganghestar / Margrétarhof 

 

 

 

Fimmgangur - F1 

 

 

Sara Sigurbjörnsdóttir 

 

 

Flóki frá Oddhóli 

 

 

Auðsholtshjáleiga / Horseexport 

 

 

 

Gæðingalist 

 

 

Olil Amble 

 

 

Glampi frá Ketilsstöðum 

 

 

Hjarðartún (wild card) 

 

 

 

Gæðingaskeið (PP1) 

 

 

Árni Björn Pálsson 

 

 

Álfamær frá Prestbæ 

 

 

Top Reiter 

 

 

 

150m skeið (P3) 

 

 

Konráð Valur Sveinsson 

 

 

Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 

 

 

Top Reiter 

 

 

 

Tölt - T1 

 

 

Árni Björn Pálsson 

 

 

Kastanía frá Kvistum 

 

 

Top Reiter 

 

 

 

Flugskeið (P2) 

 

 

Konráð Valur Sveinsson 

 

 

Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 

 

 

Top Reiter 

 

Myndasafn

0 0 0 0 0

Deila: