Í tilefni af Alþjóðlegum degi íslenska hestsins 1. Maí ætlar HOI að halda myndbandasamkeppni á TikTok. Vegleg verðlaun eru í boði.

Horses of Iceland færir út kvíarnar og er verkefnið nú komið með prófíl á samfélagsmiðlinum TikTok, sem höfðar til yngri markhópa en hinir samfélagsmiðlarnir.

Á aðeins einni viku hefur HOI nælt sér í nærri 200 fylgjendur og myndböndin fjögur sem birt hafa verið – sem sýna m.a. reiðtúr í íslenskri náttúru – hafa fengið fleiri hundruð áhorf. 

Í tilefni af Alþjóðlegum degi íslenska hestsins 1. maí ætlar HOI að halda myndbandasamkeppni á TikTok. Þátttakendur birta stutt myndband af sér og hestinum sínum* fyrir 1. maí og nota myllumerkin #horsesoficeland og #dayoftheicelandichorse.

Höfundur þess myndbands sem fær flest „like“ hlýtur vegleg verðlaun: Beisli frá Hrímni, Ársáskrift að fræðslusamfélaginu Ask Guðmar á netinu og ársáskrift að Alendis.

Lesið meira hér.

*Vinsamlegast hafið dýravelferð í huga.

Texti: Eygló Svala Arnarsdóttir. 

Deila: