Samningur markaðsverkefnisins Horses of Iceland (HOI) við ríkið hefur verið framlengdur um 18 mánuði, en unnið er að samningi til næstu ára.
Að verkefninu standa helstu samtök og hagsmunaaðilar í greininni, Íslandsstofa og stjórnvöld. Markmiðið er að byggja upp orðspor íslenska hestsins til að leggja grunn að auknum gjaldeyristekjum af sölu á hestinum, vörum og þjónustu.
Horses of Iceland markaðsverkefnið er krónu á móti krónu verkefni milli ríkisins og hestageirans. Þeim sem rækta íslenska hestinn, framleiða hestavörur eða selja þjónustu tengda hestinum býðst að taka þátt í verkefninu, sem og samtökum þessara aðila. Einnig geta þjónustuaðilar, birgjar, stofnanir eða félög gerst aðilar að verkefninu. Þátttakendur taka þátt í að móta áherslur og markaðsaðgerðir og eru kynntir á vefsíðunni Horses of Iceland og á öðrum miðlun HOI.
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í verkefninu eru beðnir að hafa samband við Jelenu Ohm, verkefnisstjóra Horses of Iceland, jelena@islandsstofa.is eða einfaldlega að fylla út þennan rafæna samning.