Rafrænn stefnumótunarfundur 20. maí.
Markaðsverkefnið Horses of Iceland er á tímamótum. Upphaflegi samstarfssamningurinn okkar við ríkisstjórnina, sem var til fjögurra ára, hefur verið framlengdur fram á mitt ár 2021 og við erum að vinna í nýjum langtímasamingi.
Við erum einnig að fara yfir markaðsáætlun okkar, endurskoða markhópa, markaðsaðgerðir o.fl. og köllum eftir ykkar innleggi! Allir þeir sem hafa áhuga á íslenska hestinum, hvort sem þeir eru samstarfsaðilar í verkefninu eða ekki, á Íslandi og erlendis, eru velkomnir með okkur á rafrænt hugarflug.
Opinn fundur verður haldinn á miðvikudaginn 20. maí kl. 10 - 12. Smellið hér til að skrá ykkur. Skráningar frestur er til kl 17.00, þann 19. maí og fá allir sem hafa skráð sig streymishlekk sendan á miðvikudagsmorgun.
Hafið samband við verkefnastjóra Horses of Iceland, Jelenu Ohm, fyrir frekari upplýsingar: jelena@islandsstofa.is.
Hafið samband við verkefnastjóra Horses of Iceland, Jelenu Ohm, fyrir frekari upplýsingar: jelena@islandsstofa.is.