Equitana er ein stærsta hestasýning í heimi mættu yfir 112.000 gestir á sýninguna þetta árið. Básinn okkar fékk góð viðbrögð og hátt í 300 manns tóku þátt í leik með því að skrá sig á fréttabréfið okkar. Til mikils var að vinna, 70.000 króna gjafabréf frá Icelandair í boði Icelandair Cargo. Við óskum vinningshafanum Stellu innilega til hafmingju.
Equitana markaði einnig upphaf formlegs samstarfs milli Horses of Iceland og IPZV (nánar um samstarfið hér) og var mjög gaman að sjá hversu virkir og jákvæðir meðlimir IPZV eru þegar kemur að því kynna íslenska hestinn og stækka Íslandshesta samfélagið í Þýskalandi. Við hlökkum til að starfa meira með þeim í framtíðinni. Sérstakar þakkir fá ungmenna- og íþróttalið Rheinland fyrir fagleg vinnubrögð á daglegum sýningum á gæðum íslenska hestsins.
Það er gaman að upplifa áhugann á íslenska hestinum í Þýskalandi. Básinn okkar var nær alltaf fullur af áhugasömu fólki og vorum við glöð að sjá fjölda annarra bása sem tengjast íslenska hestinum eða íslenskri náttúru og menningu.
Í lokin viljum við þakka öllum samstarfsaðilum okkar fyrir stuðning þeirra: við gætum ekki kynnt frábæra hestinn okkar á svona góðan hátt án þeirra. Einnig þökkum við öllum gestum sem heimsóttu básinn okkar og vonum að þeim hafi líkað jafn vel að heimsækja okkur og okkur líkaði að hitta þá.
Ef þú gast ekki mætt, eru myndir og stutt myndband frá Siegersbusch FILM hér fyrir neðan.
Hefurðu heyrt talað um HorseDay?
HorseDay smáforritið hjálpar þér við þjálfun hestsins með því að greina gangtegundirnar, skipuleggja og halda utan um þjálfunina og og um leið ertu hluti samfélags knapa sem stunda hestamennsku á íslenskum hestum.
Smáforritið er íslenskt hugvit og er fáanlegt í App store og Google Play.
Skoðaðu málið!